Wayne Rooney er að skoða það að segja upp störfum hjá Derby vegna þeirra fjárhagsörðuleika sem félagið glímir við. Ekki er útilokað að Derby verði fellt úr næst efstu deild á næstu dögum.
Ef Derby verður dæmt niður mun Rooney segja upp störfum samkvæmt enskum blöðum. Derby var gómað við bókahaldsbrask og verðmat leikmenn sína rangt til að sleppa í gegnum regluverkið.
Derby fékk sekt vegna málsins og skoðar EFL nú hreinlega að taka stig af liðinu og dæma það niður um deild.
Þannig voru tvær útgáfur af leikjadagskrá kynntar í vikunni fyrir Derby, ein um að liðið yrði í næst efstu deild og önnur um að félagið yrði dæmt niður.
Rooney hefur áhyggjur af stöðu mála en hann þénar 15 milljónir á viku sem stjóri Derby en vill ekki halda starfinu áfram ef félagið getur ekki styrkt hóp sinn eða verður dæmt niður um deild.