Alvaro Morata framherji Spánar hefur ekki fundið takt sinn á Evrópumótinu og farið illa með mörg góð færi. Hann segir málið vera sér erfitt en þá sérstaklega vegna þess að honum og fjölskyldu hans hafa borist hótanir
Morata og Alice Campello eiga saman þrjá unga stráka en Morata hefur ekkert sofið síðustu daga vegna hótanna.
„Kannski hef ég ekki alveg staðið mig, ég veit að ég er gagnrýndur ef ég skora ekki mörk. En ég vona að fólk geti sett sig í þau spor að fá svona hótanir, að fá skilaboð um að börnin mín eigi að deyja,“ segir Morata í viðtali.
„Í hvert sinn sem ég kem inn í klefa þá set ég símann í burtu. Það sem pirrar mig er að eiginkona mína og börn sitji undir þessu. Þeir segja allt við þau.“
„Ég hef ekkert sofið síðustu daga, það var baulað á mig fyrir leik gegn Slóvakíu. Ég er glaður með að hafa tekið vítaspyrnuna gegn þeim þrátt fyrir að hafa klikkað.“