fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Gefst ekki upp og ítrekar að Ofurdeildin verði sett á laggirnar – ,,Ensku liðin voru þvinguð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. júní 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florentino Perez, forseti Real Madrid, neitar enn að gefast upp í baráttu sinni um að koma evrópsku Ofurdeildinni á laggirnar.

Ofurdeildin var kynnt til leiks í vor. Þar ætluðu tólf evrópsk stórlið að halda úti lokaðri keppni þar sem aðeins þeir stærstu fengju að vera með. Hugmyndin varð þó fljótt að engu eftir kröftug mótmæli. Ensku liðin Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham voru fyrst til þess að draga sig út úr áætlunum. Í kjölfarið fylgdu AC Milan, Atletico Madrid og Inter. Barcelona, Juventus og Real Madrid eru einu liðin sem hafa ekki formlega dregið sig úr Ofurdeildinni.

UEFA hefur sektað þau lið sem hafa slitið sig frá Ofurdeildinni. Þá hefur það einnig hótað því að meina Barcelona, Juventus og Real Madrid um þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Perez segir þó að það muni ekki gerast og að þau lið hafi ,,unnið.“ ,,Við erum róleg vegna þess sem við höfum og vegna þess að við unnum.“ 

,,Ensku liðin voru þvinguð. Þau skrifuðu undir eitthvað sem þau áttu ekki að skrifa undir. UEFA vildi refsa þeim en dómsalir segja nei,“ sagði Perez einnig.

Forsetinn hélt áfram og sagði að ekkert lið gæti í raun og veru yfirgefið Ofurdeildina.

,,Samningurinn er bindandi og enginn getur farið. Ofurdeildin heldur áfram. Við fórum til dómara sem sagði að deildinni verði ekki haggað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“