fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn – Einn sá besti krotar undir og annar gæti gert slíkt hið sama

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 25. júní 2021 18:30

Kieran Tierney í leik með Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kieran Tierney gerði í dag nýjan fimm ára samning við Arsenal. Þá ætlar félagið sér einnig að endursemja við Emile Smith-Rowe.

Tierney, sem er 24 ára gamall vinstri bakvörður, hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Arsenal frá því að hann kom frá Celtic sumarið 2019.

Þá er einnig talið að hjá Arsenal sjái menn hann fyrir sér sem framtíðarfyrirliða. Þetta eru því afar góð tíðindi fyrir stuðningsmenn liðsins.

Smith-Rowe er 20 ára gamall. Hans helsta staða er framarlega á miðjunni. Hann braut sér leið inn í byrjunarlið Arsenal um miðja síðustu leiktíð og ríghélt í stöðuna út tímabilið, enda stóð hann sig afar vel.

Takist að endursemja við Smith-Rowe mun samningur hans gilda til ársins 2026, líkt og samningur Tierney.

Emile Smith-Rowe fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Pierre Emerick Aubameyang. Mynd/Getty

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning