Það var hart barist í dauðariðlinum á EM í vikunni þegar Portúgal og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli, Cristiano Ronaldo var á skotskónum og gerði bæði mörk Portúgals.
Kylian Mbappe var í stuði í liði Frakklands en saga þeirra félaga er falleg, Mbappe ólst upp við það að elska Ronaldo. Mbappe hefur alla tíð haldið með Real Madrid þar sem Ronaldo átti mörg góð ár.
Mbappe er tæplega fjórtán árum yngri en Ronaldo en hann fór árið 2013, þá að verða ellefu ára gamall í heimsókn til Real Madrid.
Þar fékk hann að hitta Ronaldo og tóku þeir félagar mynd af sér saman sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá Mbappe.
Eftir leikinn í vikunni fór Mbappe strax til Ronaldo og bað um að fá treyjuna hans og það var lítið mál, þeir félagar ræddu svo málin sín á milli.