fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Átta ár á milli mynda – Var eitt sinn átrúnaðargoð en eru nú á sama stalli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. júní 2021 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var hart barist í dauðariðlinum á EM í vikunni þegar Portúgal og Frakkland gerðu 2-2 jafntefli, Cristiano Ronaldo var á skotskónum og gerði bæði mörk Portúgals.

Kylian Mbappe var í stuði í liði Frakklands en saga þeirra félaga er falleg, Mbappe ólst upp við það að elska Ronaldo. Mbappe hefur alla tíð haldið með Real Madrid þar sem Ronaldo átti mörg góð ár.

Getty Images

Mbappe er tæplega fjórtán árum yngri en Ronaldo en hann fór árið 2013, þá að verða ellefu ára gamall í heimsókn til Real Madrid.

Þar fékk hann að hitta Ronaldo og tóku þeir félagar mynd af sér saman sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá Mbappe.

Eftir leikinn í vikunni fór Mbappe strax til Ronaldo og bað um að fá treyjuna hans og það var lítið mál, þeir félagar ræddu svo málin sín á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans

Grealish sennilega áfram á Englandi – Barnið hefur áhrif á ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu