fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Jose Mourinho hélt neyðarfund með Henrikh Mkhitaryan þegar hann var ráðinn til Roma

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho hélt neyðarfund með Henrikh Mkhitaryan þegar hann var ráðinn til Roma og þar leystu þeir málin.

Þeir félagarnir eyddu 18 mánuðum saman hjá Manchester United og var samband þeirra ekki gott. Mourinho gagnrýndi leikmanninn oft opinberlega fyrir lélegar frammistöður.

Framtíð Mkhitaryan hjá Roma var talin vera í óvissu þegar Mourinho var ráðinn til félagsins en Corriere dello Sport heldur því fram að þeir hafi strax rætt málin á fundi og geti nú hlegið að því sem gekk á hjá Manchester United.

Mkhitaryan skrifaði nýverið undir eins árs framlengingu á samningnum sínum við Roma en hann skoraði 15 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 46 leikjum á tímabilinu.

Mkhitaryan tjáði sig um samband sitt við Mourinho í mars 2020.

„Samband mitt við Mourinho var það flóknasta sem ég hef átt á ferlinum, hann er sigurvegari og vill vinna allt og þú verður að gera það sem hann biður þig um,“ sagði Mkhitaryan við Yevgeny Savin í mars 2020.

„Það voru árekstrar og ólíkar skoðanir, en það hafði samt ekki áhrif á titlana sem við unnum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu