fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Jose Mourinho hélt neyðarfund með Henrikh Mkhitaryan þegar hann var ráðinn til Roma

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho hélt neyðarfund með Henrikh Mkhitaryan þegar hann var ráðinn til Roma og þar leystu þeir málin.

Þeir félagarnir eyddu 18 mánuðum saman hjá Manchester United og var samband þeirra ekki gott. Mourinho gagnrýndi leikmanninn oft opinberlega fyrir lélegar frammistöður.

Framtíð Mkhitaryan hjá Roma var talin vera í óvissu þegar Mourinho var ráðinn til félagsins en Corriere dello Sport heldur því fram að þeir hafi strax rætt málin á fundi og geti nú hlegið að því sem gekk á hjá Manchester United.

Mkhitaryan skrifaði nýverið undir eins árs framlengingu á samningnum sínum við Roma en hann skoraði 15 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 46 leikjum á tímabilinu.

Mkhitaryan tjáði sig um samband sitt við Mourinho í mars 2020.

„Samband mitt við Mourinho var það flóknasta sem ég hef átt á ferlinum, hann er sigurvegari og vill vinna allt og þú verður að gera það sem hann biður þig um,“ sagði Mkhitaryan við Yevgeny Savin í mars 2020.

„Það voru árekstrar og ólíkar skoðanir, en það hafði samt ekki áhrif á titlana sem við unnum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman