fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Gjörningur Pogba hafði áhrif – Bjórinn hverfur af blaðamannafundum

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 24. júní 2021 18:45

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipuleggjendur Evrópumótsins í knattspyrnu ætla að hætta að stilla upp Heineken fyrir framan þá leikmenn sem aðhyllast íslamstrú eftir að Pogba færði bjórinn í burtu á blaðamannafundi í síðustu viku.

Þetta byrjaði allt saman þegar Cristiano Ronaldo fjarlægði kókflösku af blaðamannafundi og sagði fólki að drekka vatn. Pogba fylgdi á eftir en hann færði Heineken flösku í burtu af borðinu.

Neysla áfengis er bönnuð meðal múslima og eftir gjörning Pogba hefur UEFA samþykkt að bjórinn verði ekki á borðinu á blaðamannafundum þegar leikmenn sem aðhyllast íslamstrú sitja svara.

Karim Benzema tók þátt á blaðamannafundi eftir leik Frakka í gær og þar var ekki að sjá Heineken flöskur.

UEFA gaf í síðustu viku út viðvörun til þeirra leikmanna sem voru að fylgja á eftir Ronaldo og fikta í flöskunum á blaðamannafundi. Samtökin hafa nú bætt við að það sé munur á því að fjarlægja áfenga drykki á grunni trúarbragða og að fjarlægja gosdrykki sem hafa slæm áhrif á lýðheilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman