fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Stíga niður fæti eftir atvikið á Akureyri – Leitaði eiginkonuna uppi og henni var hótað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. júní 2021 15:00

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ staðfestir við Fréttablaðið að eiginkona dómara hafi fengið hótun eftir leik á Akureyri fyrr í sumar.

Það vakti óhug margra þegar yfirlýsing frá Knattspyrnusambandi Íslands barst í vikunni þess efnis að ítrekaðar hótanir í garð knattspyrnudómara væru hér á landi. Einnig kom fram að fjölskyldur dómara hafi fengið sendar hótanir eftir leiki og vakti sú staðreynd óhug hjá mörgum.

„Þannig séu dæmi þess að dómarar séu eltir inn í búningsklefa í lok leikja og enn fremur að makar og fjölskyldumeðlimir verði fyrir aðkasti löngu eftir að leikjum lýkar þar sem dómarinn var við störf. Eitt slíkt dæmi átti sér stað á Akureyri fyrr í sumar þar sem áhorfandi hringdi í eiginkonu dómarans klukkustund eftir að leik lauk og hafði í hótunum við hana,“ segir í grein eftir Hjörvar Ólafsson á Fréttablaðinu.

Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ var áður dómari
©Anton Brink © 365 ehf / Anton Brink

Þóroddur segir málið alvarlegt. „Dómarar vita það mæta vel inn í hvaða umhverfi þeir eru að ganga, það er að þeir verði að þola það að kallað sé á þá úr stúkunni og að þátttakendur leiksins séu mis ánægðir með þeirra störf. Það hefur hins vegar borið á því í sumar að of langt sé gengið og því fannst KSÍ nauðsynlegt að bregðast við því,“ segir Þóroddur í samtali við Fréttablaðið.

„Það er allt of algengt að dómarar gefi skýrslu eftir leiki sem þeir dæma þar sem fram kemur að aðstaðan hafi verið óboðleg, starfsmenn félaganna hafi sýnt þeim dónaskap og svo var atvik fyrr í sumar var eiginlega kornið sem fyllti mælinn. Þar hefur áhorfandi fyrir því að leita uppi eiginkonu dómarans til þess að hafa í hótunum við hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Í gær

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“