fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

EM: Stóru liðin öll áfram úr dauðariðlinum

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu lauk síðustu tveimur leikjunum í riðlakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Ungverjar komust óvænt yfir á snemma leiks með marki frá Szalai. Þjóðverjar stjórnuðu leiknum og áttu nokkur fín færi en Ungverjar voru fastir fyrir og lögðu leikinn vel upp.

Kai Havertz jafnaði leikinn á 66. mínútu en Ungverjar náðu strax að endurheimta forystuna með flottu marki frá Schafer. Þjóðverjar gáfust þó ekki upp og jafnaði Goretzka aftur á 84. mínútu.

Ungverjar 2 – 2 Þýskaland
1-0 Szalai (´11)
1-1 Havertz (´66)
2-1 Schafer (´68)
2-2 Goretzka (´84)

Portúgalar komust yfir með marki frá Ronaldo úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik. Frakkar fengu afar umdeilt víti á lokasekúndum fyrri hálfleiks sem Benzema skoraði úr og jafnaði þar með metin. Þetta var hans fyrsta mark fyrir franska landsliðið frá 2015.

Benzema var aftur á ferðinni strax í byrjun seinni hálfleiks og kom Frökkum yfir. Þegar um klukkustund var liðin af leiknum fengu Portúgalar annað víti og Ronaldo brást ekki bogalistin á punktinum sem fyrr en með þessu marki jafnaði hann markamet Ali Daie með sínu 109. landsliðsmarki.

Portúgal 2 – 2 Frakkland
1-0 Ronaldo (´30)
1-1 Benzema (´45+2)
1-2 Benzema (´47)
2-2 Ronaldo (´60)

Þetta þýðir að Frakkland, Þýskaland og Portúgal fara öll áfram í 16-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu