fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Opinbera hvaða félag Freyr er í viðræðum við

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. júní 2021 12:00

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bold.dk telur að Freyr Alexandersson fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sé í viðræðum við Lyngby í dönsku 1. deildinni.

433.is sagi fyrst allra miðla frá því í morgun að Freyr væri í viðræðum við félag í næst efstu deild Danmerkur.

Bold.dk telur nánast öruggt að um sé að ræða Lyngby enda sé það eina félagið sem er þjálfaralaust í deildinni. Lyngby féll úr dönsku úrvalsdeildinni í vor og ræðir nú við Frey.

Freyr lét af störfum sem aðstoðarþjálfari Al-Arabi í maí þegar Heimir Hallgrímsson lét af störfum á sama tíma. Freyr hefur síðustu daga og vikur átt samtal við danska félagið en viðræður hafa þokast áfram og flaug Freyr út um helgina.

Kjaftasögur hafa verið á kreiki um að Freyr gæti komið til greina sem næsti þjálfari FH en litlar líkur eru á því. FH hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu fimm leikjum og er pressa á Loga Ólafssyni þjálfara liðsins.

Það kemur í ljós á allra næstu dögum hvort Freyr taki við danska félaginu en fleiri félög hafa sýnt honum áhuga samkvæmt sömu heimildum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Í gær

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut