fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Guðjón tjáði sig um keppnisandann hér heima – ,,Þá erum við karlrembur og gamlir, miðaldra, hvítir karlar sem eru að stuðla að óeiningu í samfélaginu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 18:38

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir hlaðvarpsþáttarins The Mike Show eru á því máli að of mikil ,,ungmennafélagsmenning“ ríki í íslenska boltanum. Nefna þeir sérstaklega HK í þessu samhengi.

Málið var rætt í þætti dagsins þar sem þeir Guðjón Þórðarson, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson voru.

Guðjón, sem stýrði á árum áður íslenska landsliðinu og einnig Stoke og Barnsley á Englandi svo eitthvað sé nefnt, segir að mikilvægt sé að ná í fólk sem skarar fram úr og að rækta keppnisanda. Hann segir þó að þær skoðanir veki oft upp harða gagnrýni.

,,Óli Þórðar, vinur minn, myndi nú líklega kalla þetta aumingjaræktun. En það má ekki og ef að við stígum fast til jarðar sem viljum rækta keppnisandann og styrkja hann þá erum við karlrembur og gamlir, miðaldra, hvítir karlar sem að erum að stuðla að óeiningu í samfélaginu. Ég vil meina það að þegar við hættum að keppa og hættum að skara fram úr og þegar við hættum að leita að fólki sem að skarar fram úr, þá sígum við niður á við. Svo bara sökkvum við,“ sagði Guðjón í þættinum.

Guðjón kveðst einnig spenntur að sjá hvernig íslensk félagslið para sig saman við erlend félög í Evrópukeppnum í sumar. Þar verði hægt að sjá hvernig staðan er á liðunum hér heima.

Hann bætti svo aðeins við ræðu sína um keppnisandann. ,,Ef það á að sósíalesera þetta allt saman, það er upphafið að endalokunum.“

Smelltu hér til þess að hlusta á þátta dagsins hjá The Mike Show. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“

Guardiola telur sig ekki geta endurtekið þetta – „Auðvitað veit ég það, þetta eru brjálaðar tölur“
433Sport
Í gær

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun

Fær veglega launahækkun nokkrum mánuðum eftir að hafa fengið mikla hækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“