fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Pepsi-Max: 56 leikmenn komnir á blað í deildinni

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 14:40

Viðureign Breiðabliks og Vals er vinsælust í efstu deild kvenna. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fyrsti þriðjungurinn af Pepsi-Max deild kvenna er búinn er ekki úr vegi að skoða aðeins tölfræði liðanna hvað markaskorun varðar. 105 mörk hafa verið skoruð í deildinni af 56 leikmönnum (þar af 2 sjálfsmörk).

Af öllum þessum mörkum hafa 6 leikmenn skorað 4 mörk eða meira og þær markahæstu hafa skorað 6 mörk hvor, en það eru Brenna Lovera og Delaney Baie Pridham. Þá má nefna athyglisverða staðreynd að skoruð hafa verið nákvæmlega jafnmörg mörk í ár eins og í fyrra eftir fyrsta þriðjung. Það er meira en árið 2019 þegar 98 mörk voru skoruð á fyrsta þriðjungi mótsins.

Hér að neðan má sjá mynd þar sem sýnir fjölda marka hvers markaskorara í deildinni.

Sex markahæstu leikmenn deildarinnar koma frá 5 liðum og listann má sjá hér að neðan.

6 mörk:
Brenna Lovera Selfoss
Delaney Baie Pridham ÍBV
5 mörk:
Agla María Albertsdóttir Breiðablik
Tiffany Janea Mc Carty Breiðablik
4 mörk:
Aerial Chavarin Keflavík
Katherine Amanda Cousins Þróttur

Íslandsmeistarar Breiðabliks sem skorað hafa lang flest mörkin (23 mörk) þetta árið sitja í þriðja sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Giggs segir upp störfum
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“

Sjáðu þegar gestirnir misstu sig á Sauðárkróki í gærkvöldi – „Hann er kominn í dómarann“
433Sport
Í gær

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“

Ræddu stöðu Halldórs eftir svakalegt fjaðrafok í Kópavogi – „Enginn að tala um það í dag, heldur bara hvað allt er ömurlegt þarna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut