fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Var orðaður við Arsenal og Liverpool en nú er ljóst að hann endar á Spáni

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 10:30

Rodrigo de Paul. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rodrigo de Paul, argentískur miðjumaður Udinese á Ítalíu, mun ganga í raðir Atletico Madrid. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

De Paul hafði verið orðaður við Arsenal og Liverpool. Bæði lið leita að styrkingu á miðsvæðið.

Það er hins vegar klárt að Spánarmeistarar Atletico eru að krækja í hann. Udinese hefur þegar samþykkt tilboð upp á 35 milljónir evra í Argentínumanninn.

De Paul er með argentíska landsliðinu í Suður-Ameríku bikarnum þessa stundina. Hann mun fljúga til Madrídar til þess að gangast undir læknisskoðun um leið og Argentína hefur lokið keppni þar.

Þessi 27 ára gamli miðjumaður hefur verið langbesti leikmaður Udinese í Serie A síðustu tímabil. Hann mun án efa koma til með að styrkja miðjuna hjá Atletico á næstu leiktíð í tilraun liðsins til að verja Spánarmeistaratitilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace