fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Segja Solskjær hafa ákveðið hver verður í markinu á næstu leiktíð

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 12:00

David De Gea og Dean Henderson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má frétt Manchester Evening News verður Dean Henderson markvörður númer eitt hjá Manchester United á næstu leiktíð.

David de Gea var númer eitt hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, lengst af á síðustu leiktíð en Henderson vann sér inn sæti þegar leið á tímabilið. De Gea lék þó úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villarreal í maí.

Samkvæmt Manchester Evening News mun Henderson hefja næstu leiktíð sem aðalmarkvörður í ensku úrvalsdeildinni. De Gea mun leika bikarleiki.

Henderson skaust fram á sjónarsviðið er hann lék á láni hjá Sheffield United tímabilið 2019-2020. Í kjölfarið ákvað Man Utd að halda honum hjá sér tímabilið eftir.

De Gea er á ansi veglegum launapakka hjá félaginu. Það er ansi dýrt að hafa svoleiðis leikmann á bekknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum