fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Mourinho ósáttur við Southgate – ,,Hræðslan við að tapa hélt honum inni á vellinum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 14:30

Jose Mourinho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho ræddi enska landsliðið við talkSPORT eftir leik liðsins við Skotland í gær. Hann var ekki hrifinn af frammistöðu liðsins.

Leikur liðanna í gær endaði með markalausu jafntefli. Sóknarleikur Englendinga var bitlaus og sóttu baráttuglaðir Skotar gott stig á Wembley.

Mourinho hefði viljað sjá enska liðið taka fleiri áhættur til að reyna að sækja sigurinn í gær.

,,Ég sá þá ekki taka neina áhættu eða sýna löngun til þess að taka sénsa og reyna að vinna,“ sagði Mourinho.

Jafnframt sagði portúgalski stjórinn að Gareth Southgate, stjóri liðsins, hafi verið hræddur við að tapa leiknum.

,,Ef England hefði þurft að vinna Skotland þá held ég að (Kalvin) Phillips hefði verið tekinn af velli eftir svona klukkutíma til þess að fá meiri sköpunarmátt inn á völlinn. Hræðslan við að tapa hélt honum inni á vellinum.“

Þess má þó geta að enska liðið er í fínum málum í D-riðli Evrópumótsins. Liðið er með 4 stig, líkt og Tékkar. Króatar og skotar eru svo með eitt stig hvort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Í gær

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum