fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Hrósar Óskari eftir skipti Róberts Orra – ,,Ég held að Blikarnir hljóti bara að gefa honum nýjan tíu ára samning“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 12:37

Óskar Hrafn. © 365 ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, vera sigurvegara í félagaskiptum Róberts Orra Þorkelssonar frá félaginu út í atvinnumennsku. Málið var rætt í nýjasta þætti hlaðvarpsins The Mike Show.

Róbert Orri, sem er 19 ára gamall miðvörður, er að ganga í raðir Montreal Impact í MLS-deildinni. Liðið er í Kanada og er Róbert keyptur til félagsins frá Breiðabliki. Mun hann ganga í raðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Talað hefur verið um að kaupverðið á honum sé á bilinu 30-40 milljónir íslenskra króna. Mikael segir það hins vegar vera nær 25 milljónum.

Róbert Orri hefur aðeins leikið 16 leiki í efstu deild fyrir Blika. Mikael lítur á það sem sigur fyrir Óskar Hrafn að vera að koma Róberti út í atvinnumennsku eftir svo fáa leiki.

,,Ég held að sigurvegarinn í þessu hljóti að vera Óskar Hrafn Þorvaldsson. Blikarnir hljóta bara að gefa honum nýjan tíu ára samning. Óskar er búinn að gera fullt fyrir hann. Að þeir séu að fá 20 milljónir fyrir hann núna. Róbert Orri er ekki búinn að vera besta varnarmaðurinn í þessari deild.“ 

Smelltu hér til að hlusta á þátt The Mike Show. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Í gær

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið