Ungverjaland tók á móti Frakklandi á heimavelli sínum í Búdabest í fyrsta leik dagsins á EM 2020. Leikurinn var liður í F-riðli mótsins.
Frakkar voru betri í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta færin sem þeir fengu sér. Heimamenn komust yfir gegn gangi leiksins á annari mínútu uppbótartíma. Þá skoraði Attila Fiola eftir að Ronald Sallai hafði unnið boltann af Benjamin Pavard í vörn heimsmeistaranna og sent boltann á hann. Staðan í hálfleik var 1-0.
Seinni hálfleikur fór rólega af stað en á 66. mínútu kom jöfnunarmark gestanna. Antoine Griezmann skoraði þá.
Frakkarnir voru hættulegri eftir markið en þeim tókst þó ekki að finna sigurmark. Lokatölur 1-1.
Frakkland er nú með 4 stig í riðlinum en ungverjaland 1 stig. Bæði lið hafa leikið tvo leiki.
Portúgal, með 3 stig og Þýskaland, án stiga, leika svo síðar í dag. Þau hafa aðeins leikið einn leik í keppninni.