fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

2. deild karla: Ótrúleg dramatík á Ásvöllum – Aftur komu Haukar til baka manni færri

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. júní 2021 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur var á dagskrá í kvöld í 7. umferð 2. deildar karla. Haukar tóku þá á móti Njarðvík. Leiknum lauk með jafntefli.

Það sem hæst bar af í fyrri hálfleik var þegar Tómas Leó Ásgeirsson, leikmaður Hauka, fékk rautt spjald. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Haukar missa mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Markalaust var í leikhléi.

Kenneth Hogg kom Njarðvíkingum yfir á 57. mínútu. Það stefndi í sigur gestanna þegar Haukar fengu víti seint í uppbótartíma. Kristófer Dan Þórðarson fór á punktinn en Robert Blakala varði frá honum. Hann fékk þó að taka vítið aftur þar sem Blakala hafði farið af línunni of snemma áður en hann varði fyrra vítið. Kristófer skoraði úr seinna vítinu. Lokatölur 1-1.

Haukar eru með 9 stig í sjöunda sæti. Njarðvík er með 11 stig í öðru sæti. Flest lið deildarinnar eiga þó eftir að leika í þessari umferð svo staðan gæti breyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United