fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Róbert Orri á leið til Montréal? – Plan Blika að ganga upp

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 12:15

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Breiðabliks, er á leiðinni til Montréal í MLS-deildinni en liðið hefur gert tilboð í kappann samkvæmt heimildum Dr. Football. Þetta kom fram í hlaðvarpsþætti þeirra félaga í gærkvöldi.

Valur tók á móti Breiðablik í Pepsi-Max deildinni í gær og unnu heimamenn 3-1 sigur. Róbert Orri var fjarri góðu gamni en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Róbert Orri hefur aðeins byrjað 12 deildarleiki fyrir Breiðablik frá því að hann yfirgaf Aftureldingu. Hann hefur því ekki spilað mikið fyrir félagið en samt sem áður vakið athygli eins og Hjörvar Hafliðason segir í Dr. Football.

„Montreal að sækja 19 ára gamlan Íslending. Þetta er áhugavert og mjög spennandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Montréal er með sömu eigendur og Bologna og þeir þekkja íslenska systemið vel. Þeir eru mikið farnir að sækja í Norðurlandabúa og hafa verið að sækja úr Allsvenska,“ sagði Keli í Dr. Football.

„Ef Blikar ná að selja hann þá verð ég bara að segja að þetta business módel þeirra að selja unga leikmenn sem hafa verið efnilegir í yngri landsliðinum er bara að virka,“ bætti Hjörvar við í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met