fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Össur um Eið Smára – „Hann er einn af þeim Íslendingum sem ég elska án þess að þekkja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og ráðherra, skrifar hjartnæman pistil um Eið Smára Guðjohnsen, knattspyrnugoð og aðstoðarþjálfara landsliðsins.

Eiður hefur verið undir þrýstingi frá KSÍ um að taka á drykkjuvandamáli sínu og hefur verið áminntur af sambandinu, sem styður hann hins vegar til bata og heldur hann starfi sínu þrátt fyrir nokkrar uppákomu undanfarið, þá helsta að myndband af honum að kasta af sér þvagi á Ingólfstorgi fór í dreifingu á netinu. Eiður fer hins vegar í tímabundið leyfi til að taka á málum sínum.

Yfirskrift pistils Össurar er „Eiður okkar og KSÍ“

Össur segir að það verði að vera til pláss fyrir hrösula menn og þeir þurfi að eiga von um upprisu:

„Það stormar í kringum okkar góða og elskaða knattspyrnumann, Eið Smára. Mér finnst flott hvernig bæði KSÍ og hann sjálfur hafa brugðist við. Menn taka á sínum málum, og eiga leið til baka. Skilaboðin frá KSÍ sem í þessum málalyktum felast eru til fyrirmyndar og virkilega góð fyrir okkur öll. Það er pláss fyrir alla og hinir hrösulu verða vitaskuld jafnan að eiga von um upprisu. Allir eiga að gleðjast yfir því. En hver hefur svo sem ekki pissað í miðbænum öls við pel einhvern tíma á ævinni? Aldrei var ég tekinn upp.“

Össur segist ekki þekkja Eið Smára en samt elska hann:

„Sjálfur þekki ég Eið Smára ekki neitt. Hann er hins vegar einn af þeim Íslendingum sem ég elska án þess að þekkja, og hefur gert mig glaðan og stoltan oftar en ég hef tölu á. Í fótboltanum var hann ljóðskáldið sem orti fyrir okkur hin. Í seinni tíð er unun að hlusta á hann útskýra fótbolta sem út af fyrir sig er jafnvel erfiðara að útskýra en stjórnmál. Rosalega vona ég að honum gangi vel, og öllum þeim sem stundum hrasa. Sjálfur er ég alltaf á barmi einhvers konar glötunar er þetta hefur allt reddast hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“

Séríslenskt fyrirbæri – „Það er alls ekki algengt“
433Sport
Í gær

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær

Stjarna Dortmund mætti í rútuna hjá Real Madrid fyrir niðurlæginguna í gær