fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Grátbiður Barcelona að bjarga sér frá United

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 19:00

Donny van de Beek

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donny van de Beek þráir að enda dvöl sína hjá Manchester United eftir mikið vonbrigðatímabil og telur að Barcelona væri kjörinn áfangastaður samkvæmt ýmsum spænskum miðlum.

Umboðsmaður kappans hefur haft samband við Barcelona og vinnur hörðum höndum að því að koma honum burt frá United að því er segir í frétt Sport.

Van de Beek er sagður vera ósáttur hjá United eftir að hafa verið í algjöru varahlutverki hjá félaginu á tímabilinu þrátt fyrir að hafa verið keyptur frá Ajax fyrir 40 milljónir punda síðasta sumar.

Leikmaðurinn byrjaði aðeins fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni og var á eftir Bruno, Pogba, McTominay, Fred og Matic í röðinni.

Eftir að hafa verið hundsaður allt tímabilið af Solskjaer vill Van de Beek leita á ný mið og markmiðið er Barcelona jafnvel þó það verði lánssamningur.

Börsungar eru að leita að miðjumanni eftir að Gini Wijnaldum samdi óvænt við PSG fyrr í mánuðinum. Barcelona hafði áhuga á Van de Beek síðasta sumar en hann valdi Manchester United að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta