fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Er hættur tæpum þremur vikum eftir að hafa tekið við starfinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. júní 2021 11:00

Gennaro Gattuso.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gennaro Gattuso er hættur sem knattspyrnustjóri Fiorentina aðeins 20 dögum eftir að hafa tekið starfið að sér. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Gattuso, sem er goðsögn hjá AC Milan eftir að hafa leikið þar í þrettán ár, tók við Fiorentina eftir að honum hafði verið sagt upp störfum hjá Napoli. Þar áður hafði hann stýrt sínu fyrrum félagi, AC Milan.

Það er talið að Gattuso hafi ekki getað komið sér saman við stjórn Fiorentina um aðgerðir á félagaskiptamarkaðnum. Því hafa aðilarnir núna ákveðið að fara í sitthvora áttina.

Fiorentina hafnaði í þrettánda sæti ítölsku Serie A á síðustu leiktíð. Félagið þarf nú að fara í stjóraleit á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United