fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Pogba hermdi eftir Ronaldo á blaðamannafundi

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 08:32

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba, leikmaður Manchester United, var í góðum gír eftir að hafa sigrað Þýskaland á EM í gærkvöldi. Hann var þó ekki ánægður með það sem var fyrir framan hann á blaðamannafundinum.

Þar hafði bjórflösku verið stillt upp fyrir framan hann en Heineken er einn af stærstu styrktaraðilum mótsins. Pogba er múslimi og drekkur ekki áfengi. Því fjarlægði hann flöskuna sem stóð fyrir framan hann.

Bjórinn er 0,0 prósent en samt sem áður hafði Pogba engan áhuga á að hafa hann fyrir framan sig. Atvikið minnti mjög á atvik með Cristiano Ronaldo þegar hann fjarlægði tvær kókflöskur af borðinu á blaðamannafundi og sagði fólki að drekka vatn.

Það virðist virka hjá Ronaldo að drekka ekki kók því hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Portúgala á Ungverjum í gær. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað átti Pogba fínan leik á miðjunni hjá frökkum og átti til að mynda frábæra sendingu á Kylian Mbappe sem gaf boltann fyrir og Mats Hummels skoraði sjálfsmark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu