fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Tvö rauð spjöld er KA vann uppi á Skaga – Dýrmæt stig Keflvíkinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nú fyrir stuttu í 8. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Mikill hiti í lokin í sigri KA

ÍA tók á móti KA uppi á Skaga. Gestirnir unnu góðan sigur.

Norðanmenn byrjuðu leikinn betur. Dusan Brkovic kom þeim yfir á 11. mínútu. Þá skoraði hann er hann fylgdi eftir skoti sem hafði verið varið.

Skagamenn unnu sig aðeins inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var þó 0-1.

Ásgeir Sigurgeirsson tvöfaldaði forystu KA þegar 20 mínútur lifðu leiks. Hann skoraði þá með góðri afgreiðslu.

Óttar Bjarni Guðmundsson, leikmaður ÍA fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á Hallgrími Mar Steingrímssyni. Einhver hiti virðist hafa orðið í kjölfarið því Hrannar Björn Steingrímsson, í þjálfarateymi KA, fékk rautt spjald einnig.

Lokatölur urðu 0-2 fyrir KA. Þeir eru nú í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig, stigi á eftir Val og tveimur á eftir Víkingi. KA á þó leik til góða á bæði lið.

ÍA er í neðsta sæti eftir úrslit kvöldsins, með fimm stig.

Annar sigur Keflvíkinga

Keflavík tók á móti HK. Heimamenn unnu mikilvægan sigur í fallbaráttunni.

Joey Gibbs kom Keflavík yfir skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks með flottu marki úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik var 1-0.

Hann var aftur á ferðinni í blálok leiksins til að gulltryggja 2-0 sigur liðsins. Það mark skoraði hann með góðu skoti fyrir utan teig.

Keflavík fer upp úr fallsæti með sigrinum. Liðið er í tíunda sæti með 6 stig, jafnmörg og Stjarnan og HK. Keflavík er með betri markatölu en Stjarnan en aðeins lakari markatölu en HK. Síðastnefnda liðið er því í níunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna

Íslendingar þrefalt fleiri þrátt fyrir stöðuna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United

Málefni Sancho í einhverjum hnút – Juventus ekki heyrt í United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal

Saliba á sér draum og hann er ekki hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans

Gústi B gerir upp dagana í Sviss: Ólíft á herberginu, tannlæknir kom til bjargar og ráðleggingar til landsliðsþjálfarans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Í gær

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“