fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Andri Guðjohnsen sneri aftur eftir tíu erfiða mánuði – Margir fagna endurkomu hans

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júní 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen leikmaður Real Madrid snéri aftur á knattspyrnuvöllinn um helgina eftir langa og erfiða tíu mánuði í endurhæfingu. Andri sem er einn efnilegasti knattspyrnumaður sem Íslendingar hafa átt varð fyrir því óláni að slíta krossband á síðasta ári.

Andri Lucas er 19 ára gamall en hann hefur alla tíð búið erlendis, fyrst í Lundúnum þar sem faðir hans Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea og síðan hefur hann búið á Spáni. Fyrst var fjölskyldan búsett í Barcelona en nú í Madríd þar sem Andri og Daníel Tristan Guðjohnsen, yngri bróðir hans leika fyrir Real Madrid.

Andri Lucas er afar öflugur sóknarmaður sem hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands. Andri snéri aftur á völlinn um helgina og fagna margir því að sjá hann snúa aftur.

Faðir hans, Eiður Smári er á meðal þeirra sem fagna. „Velkominn aftur,“ skrifar Eiður Smári við færsluna sem Andri birtir á Instagram.

„Þvílíkur maður,“ skrifar Andri Fannar Baldursson leikmaður Bologna og fleiri taka í sama streng, þar á meðal er Auðunn Blöndal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila