fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 16:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo er óvænt orðaður við Everton og Leeds á vef Mirror í dag.

Talið er líklegt að hinn 33 ára gamli Marcelo verði seldur frá Real Madrid í sumar. Carlo Ancelotti tók nýverið við liðinu og er bakvörðurinn ekki í plönum hans. Einhver lið gætu því freistað þess að sækja hann.

Marcelo á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Hann gæti því verið fáanlegur fyrir sanngjarna upphæð.

Þessi reynslumikli bakvörður hefur unnið allt galleríið af titlum í höfuðborg Spánar. Hann kæmi með dýrmæta reynslu inn í öll lið.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson leikur auðvitað fyrir Everton. Hann gæti því orðið samherji Marcelo á næstu leiktíð, ef marka má frétt Mirror. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti