fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Modric segir enskt fjölmiðlafólk sýna hroka

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luka Modric, miðjumaður Real Madrid og króatíska landsliðsins, segir að fjölmiðlar á Englandi séu hrokafullir þegar það kemur að umfjöllun um enska landsliðið.

Það eru alltaf miklar vonir bundnar við enska liðið á stórmótum og pressan á leikmönnunum gífurleg. Liðið sem England teflir fram á Evrópumótinu í ár er sterkt og er talið að það gæti náð langt.

,,Hrokinn er ekki bundinn við leikmenn heldur fólkið í kringum þá, suma fjölmiðlamenn og lýsendur,“ sagði Modric.

England féll úr leik á heimsmeistaramótinu árið 2018 í Rússlandi gegn Króötum. Modric telur að enska liðið í ár sé mun sterkara en þá. ,,Mér finnst þeir betri en þeir voru fyrir þremur árum, ekki spurning.“

Króatar og Englendingar eru saman í riðli á EM sem nú stendur yfir. Liðin mætast einmitt í fyrsta leik á morgun. Modric segir enska liðið vera með þeim líklegri til að fara alla leið á mótinu.

,,Þeirra helsta ógn? Það er erfitt að velja einn því þeir eru með svo marga góða, hæfileikaríka og unga leikmenn sem eru hungraðir í að ná langt. Þeir verða mjög hættulegir á EM. Ég tel þá vera með líklegri liðum til að sigra mótið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila