fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Var Conte að skjóta á Tottenham? – ,,Þá kýs ég frekar að segja nei takk“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. júní 2021 18:30

Antonio Conte - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar til nýlega var Antonio Conte talinn líklegastur til þess að taka við sem knattspyrnustjóri Tottenham. Viðræðurnar sigldu þó í strand og nú hefur ítalski stjórinn gefið í skyn að starfið hafi einfaldlega ekki sannfært hann.

,,Peningar eru ekki þráhyggja hjá mér. Ég horfi á verkefni og ég vil frekar vera heima ef þau heilla mig ekki,“ sagði Conte við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport. 

Conte hætti sem stjóri Inter Milan á dögunum. Í kjölfarið var talið líklegast að hann tæki við Tottenham. Allt kom fyrir ekki. Paulo Fonesca verður næsti stjóri enska liðsins. 

,,Mér líkar við erfiðar áskoranir en ef það er eitthvað við félag sem sannfærir mig ekki þá kýs ég frekar að segja nei takk,“ sagði Conte einnig í viðtalinu.

Tottenham hefur ekki unnið titil síðan þeir unnu deildabikarinn árið 2008. Það hefur verið rætt og ritað um að stefna félagsins hafi ekki heillað Conte, eins og hann er líklega að vísa í í viðtalinu.

Það verður áhugavert að sjá hvaða starf Conte tekur að sér næst. Ásamt Inter hefur hann stýrt Chelsea, Juventus og fleiri liðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met