fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

,,Ef hann nær tveimur leikjum í KA-treyjunni í viðbót þá er það kraftaverk“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. júní 2021 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sagði, í þætti dagsins, að Brynjar Ingi Bjarnason væri á leið út í atvinnumennsku mjög fljótlega.

Miðvörðurinn hefur staðið sig frábærlega með KA í upphafi leiktíðar í Pepsi Max-deildinni og þá átti hann mjög flotta innkomu í íslenska A-landsliðið í síðasta landsleikjaglugga. Hann skoraði til að mynda í leik gegn Póllandi.

,,Hann er bara að fara í mennskuna. Það er bara nákvæmlega það sem er að fara að gerast. Hann er bara að fara núna. Ef hann nær tveimur leikjum í KA-treyjunni í viðbót þá er það kraftaverk,“ sagði Kristján í þættinum.

Óvissa ríkir með miðvarðastöðurnar hjá íslenska landsliðinu fyrir næstu landsleiki í haust. Kári Árnason gæti lagt skóna á hilluna eftir tímabilið í Pepsi Max-deildinni og þá er Ragnar Sigurðsson án félags. Kristján telur Brynjar gera sterkt tilkall til þess að spila landsleikina í haust.

,,Hann er búinn að vera frábær og besti leikmaður deildarinnar so far. Þetta er bara verðskuldað. Hrós til KA-manna, hvernig þeir eru búnir að þróa þennan leikmann í þennan alvöru gæa. Hann er að fara að gera tilkall í að starta við hliðina á Sverri (Inga Ingasyni) í haust ef að Kári (Árnason) er hættur.“

Ítalska félagið Lecce hefur áhuga á Brynjari Inga. Þá er einnig áhugi frá Rússlandi.

Smelltu hér til þess að hlusta á þátt Dr. Football frá því í dag. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands