fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Mourinho mjög nálægt því að sækja leikmann Arsenal – Talaði afar vel um hann fyrir tveimur árum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 19:00

Granit Xhaka lætur skapið stundum hlaupa með sig í gönur. Hér tekur hann leikmann Burnley hálstaki. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, er við það að ganga í raðir AS Roma á Ítalíu. Chris Wheatley hjá football.london greinir frá þessu.

Xhaka hefur verið hjá Arsenal frá því árinu 2016. Hann kom til félagsins frá Borussia Monchengladbach á 30 milljónir punda. Hann lék yfir 160 leiki fyrir enska félagið. Xhaka var fyrirliði liðsins en missti bandið um mitt tímabil 2019-2020 eftir að hafa rifist við stuðningsmenn í miðjum leik.

Roma mun greiða á bilinu 18-20 milljónir evra fyrir Xhaka. Þá mun Svisslendingurinn skrifa undir fimm ára samning.

Jose Mourinho stýrir Roma á næstu leiktíð. Hann er mikill aðdáandi Xhaka. Hann sagði hann til að mynda vera mikilvægasta leikmann Arsenal í viðtali fyrir tveimur árum síðan. ,,Hann er sannur leiðtogi,“ sagði Portúgalinn einnig um Xhaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina