fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Hafður að háði og spotti í Lundúnum og fær nú vafasöm ,,verðlaun“ í Þýskalandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shkodran Mustafi hefur verið kosinn ,,versti leikmaður tímabilsins“ í þýsku Bundesligunni af öðrum leikmönnum deildarinnar. Kicker hélt sína árlegu könnun nýverið þar sem leikmenn kjósa nafnlaust.

Mustafi kom til Schalke í byrjun febrúar eftir að samningi hans við Arsenal hafði verið rift. Honum tókst ekki að bjarga liðinu frá falli. Það skítféll með aðeins 16 stig úr 34 leikjum.

Miðvörðurinn var oft harðlega gagnrýndur er hann lék á Englandi fyrir klaufaleg mistök. Hann var reglulega skotspónn knattspyrnuaðdáenda sem gerðu mikið grín að honum.

Tíu aðrir leikmenn Schalke voru tilnefndir sem ,,versti leikmaðurinn“ en Mustafi ,,vann“ með rúmlega 13 prósent atkvæða.

Í kosningu Kicker var Robert Lewandowski valinn besti leikmaður tímabilsins. Þá var Jamal Musiala valinn nýliði tímabilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því

Fullyrða báðir að krísuástand sé hjá Liverpool – Carragher nefnir leikmann sem bera mikla ábyrgð á því
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Í gær

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“

Elvar segir þetta undirstrika stórt vandamál Íslands – „Leiðinlegt að tala alltaf um þetta“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat