fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Stefnir í milliríkjadeilu milli Íslands og Noregs – „Rikki G er ekki umdeildur maður“

433
Miðvikudaginn 9. júní 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti skollið á milliríkjadeila nú þegar Noregur reynir að klófesta eina efnilegustu knattspyrnukonu sem Ísland á. Um er að ræða mál Amöndu Andradóttur sem er 17 ára gömul og leikur með Valerenga í norsku úrvalsdeildinni. Amanda er 17 ára gömul og er gríðarlega efnileg. Hún á norska móður og íslenskan föður og getur því valið á milli landsliðanna. Hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands en var á dögunum valin í æfingahóp norska U19 landsliðsins.

Það yrði högg fyrir Ísland að missa af Amöndu til Noregs en sú staða gæti komið upp í haust að hún fái kallið frá öðru landsliðinu, ef ekki báðum. Um leið og hún spilar keppnisleik fyrir A-landslið er ekki aftur snúið.

„Leikmaðurinn sem er ekki valinn, stelur fyrirsögnum,“ sagði Benedikt Bóas í sjónvarpsþætti 433.is í gær á Hringbraut.

Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins sagði að milliríkjadeila gæti verið í aðsigi. „Spilar í norsku úrvalsdeildinni, stefnir í milliríkjadeilu nú þegar Norðmenn eru farnir að velja hana í yngri landslið sín. Þorsteinn kemur fram og segist hafa átt samtal við hana. Samtalið átti sér ekki stað eða hvað?.“

Það vakti athygli fyrir helgi þegar Ríkharð Óskar Guðnason íþróttafréttamaður sagði að Þorsteinn Halldórsson hefði ekki farið með rétt mál, Þorsteinn hafði átt samskipti við Amöndu og hennar aðila í mars en ræddi ekki við hana fyrir núverandi verkefni. . ,,Samkvæmt mínu, sem ég hef heyrt, hefur KSÍ ekki haft samband við Amöndu. Hvorki fyrir þetta verkefni, sem er núna framundan, hvorki vegna U-19 eða A. Ekki heldur eftir að kom í ljós að hún var valin í norska liðið. KSÍ tjékkuðu ekki einu sinni hvort að hún væri með mótefni eða bólusett og myndi þá sleppa við sóttkví og gæti mögulega tekið þátt í verkefnunum. Þeir gefa sér það í rauninni bara. Það eru engin samskipti og hafa ekki verið nein samskipti á milli KSÍ og Amöndu,“ sagði Ríkharð í hlaðvarpsþættinum The Mike Show

Benedikt ætlar ekki að taka afstöðu í því máli en segir. „Rikki G segir að samtalið hafi aldrei farið fram, ég kýs að trúa engu. Rikki G er ekki umdeildur maður, hann hefur ekki miklar og sterkar skoðanir. Að hann segi eitthvað svona er áhugavert, mér finnst þetta áhugavert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands

Stórtíðindi af Karólínu á fyrsta leikdegi Íslands
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar