fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Van Dijk mun fylgja hollenska landsliðinu á EM

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 11:15

Van Dijk á leik Hollendinga og Skotlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil Van Dijk fer með hollenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu en þó í öðru hlutverki en sem spilandi leikmaður.

Van Dijk hefur ekki spilað leik síðan í Október 2020 þegar hann meiddist illa á hné eftir ljóta tæklingu frá Jordan Pickford, markmanni Everton.

Holland hefur nú leitað til Van Dijk, sem hefur verið fyrirliði landsliðsins frá 2018, og mun kappinn vera með liðinu þegar það lýkur undirbúningi sínum fyrir EM og á mótinu sjálfu.

Van Dijk sást á bekknum í æfingaleik Hollendinga gegn Skotlandi í vikunni. De Boer, þjálfari Hollendinga hafði þetta að segja um Van Dijk:

„Virgil er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið og hefur spilað stórt hlutverk í að hvetja strákana áfram síðustu ár,“ sagði De Boer á blaðamannafundi.

„Liðið elskar nærveru hans.“

Van Dijk spilaði fyrst fyrir Holland árið 2015 og hefur leikið 38 landsleiki. Hann hefur aldrei tekið þátt á stórmóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum