fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Fór yfir það af hverju Heimir fékk aldrei stígvélið – ,,Hann var gjörsamlega með allt félagið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 21:30

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson fór yfir hugsanlegar ástæður þess að Heimir Hallgrímsson var aldrei rekinn frá Al Arabi í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Hann segir Heimi hafa sannfært menn í Katar um hugmyndafræði sína.

Heimir var knattspyrnustjóri Al Arabi en hætti á dögunum þegar samningur hans rann út. Freyr var aðstoðarmaður hans frá því síðasta haust en hann hætti með Heimi.

Gengi Heimis með liðið var misjafnt en á bakvið tjöldin segir Freyr að Eyjamaðurinn hafi selt mönnum vinnubrögð sín.

,,Ég fann það strax þegar ég kom að hann var gjörsamlega með allt félagið, búinn að selja þeim vinnubrögðin sín og ‘conceptið’. Hann er náttúrulega sterkur leiðtogi. Ég held að það hafi fyrst og fremst hjálpað honum. Við vorum að vissu leyti heppnir með yfirmann knattspyrnumála. Hann var frekar jarðbundinn náungi,“ sagði Freyr í þættinum.

Hann fór svo nánar út í það hvernig yfirmaðurinn sem þeir höfðu hafi verið rólegri en gengur og gerist í landinu.

,,Það er rosalega mikið um það að þeir sem stjórna fari eftir því hvað er verið að segja á ‘social media’ og í ‘Podcöstunum’. Það er bara fáránlegt. Við náttúrulega skiljum ekki orð af því og vitum ekkert hvað er í gangi en það er það sem að þeir segja okkur þarna. Okkar yfirmaður knattspyrnumála var alveg pollrólegur.“

Það er óljóst hvað Freyr og Heimir taka sér fyrir hendur næst. Freyr sagði í viðtalinu að þeir, ásamt Bjarka Má Ólafssyni, hafi unnið einstaklega vel saman. Það er spurning hvort þeir taki annað lið að sér allir saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma
433Sport
Í gær

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum