Samkvæmt The Athletic er Kieran Trippier, hægri bakvörður Atletico Madrid, farinn að skoða húsnæði nálægt Old Trafford í Manchester. Manchester United er sagt vilja fá inn bakvörð til þess að veita Aaron Wan-Bissaka samkeppni.
Trippier, sem er þrítugur, hefur staðið sig vel á Spáni og leikið 68 leiki með Atletico. Hann varð spænskur meistari með liðinu á dögunum. Hann er hluti af enska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið á næstu dögum.
Sjálfur hefur leikmaðurinn áhuga á að fara aftur til Englands. Hann lék með Tottenham þar til hann fór til Atletico árið 2019.
Man Utd gæti fengið leikmanninn fyrir um 10 milljónir punda. Atletico vill fá pening í kassann vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á félagið.