fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Rikki sakar Þorstein um lygar – ,,Hafa ekki verið nein samskipti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 11:07

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur aldrei haft samband við Amöndu Andradóttur. Þetta segir Ríharð Óskar Guðnason, knattspyrnulýsandi með meiru. Málið var rætt í The Mike Show.

Amanda er 17 ára gömul og er gríðarlega efnileg. Hún á norska móður og íslenskan föður og getur því valið á milli landsliðanna. Hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands en var á dögunum valin í æfingahóp norska landsliðsins.

Það yrði högg fyrir Ísland að missa af Amöndu til Noregs en sú staða gæti komið upp í haust að hún fái kallið frá öðru landsliðinu, ef ekki báðum. Um leið og hún spilar keppnisleik fyrir aðra þjóðina er ekki aftur snúið.

,,Þjálfari A-liðsins segir að hann hafi hringt einhvern tímann í hana. Ég veit ekki meir,“ sagði Hugi Halldórsson í Mike Show.

Rikki sagðist þá hafa heimildir fyrir því að enginn frá KSÍ hafi áður heyrt í Amöndu.

,,Samkvæmt mínu, sem ég hef heyrt, hefur KSÍ ekki haft samband við Amöndu. Hvorki fyrir þetta verkefni, sem er núna framundan, hvorki vegna U-19 eða A. Ekki heldur eftir að kom í ljós að hún var valin í norska liðið. KSÍ tjékkuðu ekki einu sinni hvort að hún væri með mótefni eða bólusett og myndi þá sleppa við sóttkví og gæti mögulega tekið þátt í verkefnunum. Þeir gefa sér það í rauninni bara. Það eru engin samskipti og hafa ekki verið nein samskipti á milli KSÍ og Amöndu.“

Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond, skaut þá inn í að það væri fáránlegt ef satt reynist að KSÍ hafi ekki heyrt í Amöndu. ,,Amanda er svona svipað efnileg og Cristiano Ronaldo var þegar hann var 18 ára. Þetta verður langbesta íslenska fótboltakona sögunnar. Ég get lofað ykkur því.“

,,Þannig að landsliðsþjálfari A-liðs kvenna er að ljúga í viðtali?“ Spurði Hugi þá og vísaði í það að Þorsteinn hafi sagst hafa haft samband við leikmanninn áður.

,,Samkvæmt mínum heimildum þá hefur ekki verið haft samband við hana. Punktur. Eftir hverju er verið að bíða. Af hverju er hún ekki bara valin í A-landsliðið hjá okkur?“ Sagði Rikki þá.

Amanda leikur með Valarenga í Noregi. Hún hefur áður leikið sem atvinnumaður í dönsku úrvalsdeildinni. Faðir hennar er Andri Sigþórsson, bróðir Kolbeins Sigþórssonar. Það eru því mikil fótboltagen í fjölskyldunni.

Amanda Andradóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum