fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Leikmaður í úrvalsdeildinni sakaður um kynferðislega misnotkun – Mætti nakinn í bílinn

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. júní 2021 11:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska knattspyrnustjarnan Santi Mina, sem leikur fyrir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni, á yfir höfði sér mögulega fangelsisvist eftir atvik sem á að hafa gerst árið 2017. Mina er sakaður um að hafa kynferðislega misnotað konu en sagt er að málið verði tekið fyrir dómi á Spáni á næstu vikum.

Alþjóðlega fjölmiðlasamsteypan Efe, sem er frá Spáni, var fyrst til að greina frá málinu. Efe á að hafa fengið það staðfest frá dómstólum á Spáni að málið sé ekki ennþá komið með dagsetningu en það eina sem vantar eru upplýsingar frá lögfræðiteymi spænsku stjörnunnar. Ef Mina, sem lék um tíma með U-21 landsliði Spánar, verður sakfelldur gæti hann setið inni í 8 ár fyrir misnotkunina.

Knattspyrnumaðurinn David Goldar, sem leikur með UD IBiza í næst efstu deild Spánar, á að hafa farið með konunni sem um ræðir í bíl sem lagður var nálægt skemmtistað. Mina er þá sagður hafa klætt sig úr öllum fötunum og farið svo inn í bílinn á meðan konan og Goldar voru þar.

Mina er þá sagður hafa reynt að fullnægja „kynlífsþörf sinni“ þrátt fyrir mótmæli konunnar. Mina á að hafa farið úr bílnum en komið svo aftur skömmu síðar og misnotað konuna kynferðislega. Konan er sögð þjást af alvarlegum kvíða og þunglyndi í kjölfar atviksins. Þá segir að hún þjáist af áfallastreituröskun sem hamlar henni gífurlega í daglegu lífi.

Óskað er eftir því að Mina verði dæmdur í fangelsi, konan fái 500 metra nálgunarbann á hann næstu tíu árin og að hann borgi henni um 7,4 milljóna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma
433Sport
Í gær

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum