Það eru engar líkur á því að Gareth Bale leggi skóna á hilluna eftir Evrópumót landsliða í sumar. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Bale, sem er í eigu Real Madrid, var á láni hjá Tottenham á síðustu leiktíð. Hann var lengi í gang en skoraði þó 11 mörk í 20 leikjum fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.
Hann mun nú snúa aftur til Madrídar. Samband Bale við Zinedine Zidane var alls ekki talið gott en sá síðarnefndi hætti þjálfun Real fyrir stuttu. Carlo Ancelotti er tekinn við og því gæti horft til bjartari vegar fyrir velska landsliðsmanninn. Ancelotti mun ræða við Bale um framtíðina á næstunni.
Leikmaðurinn er á leið á EM með Wales í sumar. Einhverjir orðrómar voru um að hann myndi svo leggja skóna á hilluna eftir mótið en svo verður ekki.
From Gareth Bale side denying again: he’s not planning to retire after the Euros, as of today there’s nothing going on. Bale will talk with Carlo Ancelotti about his future soon. 🏴🔴 #Real #THFC https://t.co/0iNnBaKCSK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2021