Tvö Íslendingalið voru á ferðinni í norsku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Valarenga vann sigur í sínum leik en Arna-Björnar tapaði.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn fyrir Valarenga í 1-2 sigri á Kolbotn. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður í lok leiks.
Lið þeirra er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Guðbjörg Gunnarsdóttir var á varamannabekk Arna-Björnar í 0-2 tapi gegn Rosenborg.
Lið hennar er enn án stiga eftir þrjá leiki.