fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Hjólar í sambandið og segir þeim að ,,drullast í gang“ – ,,Ég bið ekki um oftar en einu sinni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 09:00

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, er allt annað en sáttur við það að leikmenn úr Pepsi Max-deildinni séu partur af íslenska karlalandsliðinu í þeim vináttulandsleikjaglugga sem nú stendur yfir. Hann segir það hafa slæm áhrif á deildina.

Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi Max-deildinni með landsliðinu í verkefnið. Það eru þeir Ísak Óli Ólafsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Þórir Jóhann Helgason, Gísli Eyjólfsson, Birkir Már Sævarsson, Hörður Ingi Gunnarsson, Kári Árnason og Rúnar Þór Sigurgeirsson. Þeir fjórir síðastnefndu tóku þó aðeins þátt í fyrsta leik verkefnisins gegn Mexíkó á meðan hinir héldu áfram í leikinn gegn Færeyjum og fara svo í leikinn gegn Póllandi á þriðjudag.

Þetta þýðir það að lítið hefur verið um að vera í Pepsi Max-deildinni á sama tíma og er helmingur liðanna í tveggja vikna fríi. Þrír leikir voru spilaðir um síðustu helgi.

,,Það er bara þvæla (að leikmenn úr Pepsi Max-deildinni séu með landsliðinu i Færeyjum eins og er) og það að taka ryþmann úr mótinu svona svakalega út af einhverjum ömurlegum æfingaleik þegar við erum með nóg af atvinnumönnum í fótbolta. Bara galið. Allt í lagi þetta verkefni þarna í Ameríku, einn leikur, takk, búið. Heyrðu, fjórir leikmenn í þetta. Það eru 24 í þessum hóp,“ sagði Kristján Óli í þættinum.

,,Fyrir samherja þessara gæa sem eru í þessu verkefni. Það er ekkert grín að ýta bara á start, stopp, start, stopp. Þetta er bara kjaftæði og KSÍ þarf aðeins að fara að drullast í gang einu sinni. Ég bið ekki um oftar en einu sinni. Drullist í gang.“

Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma

Biður til guðs að Ratcliffe gefi sér og Amorim meiri tíma
433Sport
Í gær

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“

Jóhann telur að fáir á Íslandi hefðu þolað þetta högg – „En það stingur að það sé ekki brugðist við“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum