fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Hallbera sigraði í Íslendingaslag – Lið Andreu enn án sigurs

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 16:17

Hallbera Guðný Gísladóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alltaf voru Íslendingar á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK í 2-0 sigri gegn Örebro. Hinum megin spilaði Berglind Rós Ágústsdóttir, einnig allan leikinn. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á bekknum hjá Örebro í leiknum. AIK er í áttunda sæti deildarinnar með 9 stig eftir átta leiki. Örebro er sæti ofar, með stigi meira.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgarden í 1-0 sigri gegn Eskilstuna. Djurgarden er í 11.sæti, því næstneðsta, með 6 stig eftir átta leiki.

Þá lék Andrea Mist Pálsdóttir allan leikinn með Vaxjö í 1-0 tapi gegn Vittsjö. Vaxjö er á botni deildarinnar með aðeins 2 stig eftir átta leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt