fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Gengur hvorki né rekur hjá Karius – Fær ekki einu sinni að vera þriðji markvörður Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júní 2021 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loris Karius á enga framtíð hjá Liverpool. Þetta segir Paul Gorst, blaðamaður á Liverpool Echo. 

Karius kom til árið 2016 eftir að hafa staðið sig vel hjá Mainz í Þýskalandi. Hann vann sér inn sæti í byrjunarliði liðsins og lék til að mynda í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018. Þar gerði hann hins vegar tvö slæm mistök sem kostuðu Liverpool Evrópumeistaratitil. Hann hefur í raun aldrei náð sér til baka eftir þau.

Karius var í kjölfarið lánaður til Besiktas í tvö tímabil og svo til Union Berlin á síðustu leiktíð. Hjá hvorugu liðinu tókst hann að heilla. Hann á nú að snúa aftur til Liverpool en þar bíða hans líklega engar mínútur inni á vellinum.

,,Loris Karius á enga framtíð hjá Liverpool. Annar lánssamningur, nú hjá Union Berlin, gekk ekki upp. Það er áhugavert að greina frá því að Liverpool gæti þurft þriðja markvörð í sumar, ef Adrian fer. Það verður þó ekki Karius. Hans ferli á Anfield er lokið,“ sagði Gorst.

Samningur Karius við Liverpool rennur út eftir næstu leiktíð. Liðið mun reyna að finna annað hvort lið sem er tilbúið að kaupa hann eða taka hann á láni þar til samningur hans rennur út.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli