Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er farinn að æfa aftur á fullu eftir að hafa verið frá lengi vegna meiðsla. Vonast er til þess að hann nái fyrsta leik með Englendingum á Evrópumótinu.
Henderson hefur ekki leikið í fjóra mánuði vegna meiðslanna. Þrátt fyrir það var hann valinn í enska landsliðshópinn, í þeirri von um að hann yrði heill í tæka tíð.
Hann er nú farinn að æfa að fullu og er í kapphlaupi við tímann um að ná fyrsta leik mótsins gegn Króatíu eftir slétta viku.
Fyrir utan Króatíu eru Englendingar með Skotum og Tékkum í riðli á EM. Þeir leika alla leikina á heimavelli sínum, Wembley.