Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn á miðjunni fyrir Brage í sigri í sænsku B-deildinni í dag.
Liðið tók á móti Eskilstuna og sigraði 1-0. Eina mark leiksins var sjálfsmark Joshua Wicks, markvarðar gestanna, eftir tæpan klukkutíma leik.
Bjarni og félagar eru í þrettánda sæti, fallsæti, í sænsku B-deildinni. Liðið er með 9 stig eftir níu leiki.