Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Le Havre í tapi gegn Soyaux í lokaumferð efstu deildar Frakklands.
Anais Dumont skoraði tvö marka Soyaux og Vanessa Gregoire eitt í 3-0 sigri.
Bæði lið fengu svo eitt rautt spjald á haus í uppbótartíma leiksins.
Berglind Björg og stöllur ljúka tímabilinu neðstar í deildinni með 8 stig eftir 22 leiki. Tólf lið eru í deildinni í heild. Le Havre endar 9 stigum frá öruggu sæti.
Það er því ljóst að Le Havre mun leika í B-deild Frakklands á næstu leiktíð.