Zlatan Ibrahimovic segir að Gianluigi Donnarumma hefði getað orðið ein mesta goðsögn í sögu AC Milan, hefði markvörðurinn ungi hann ákveðið að vera áfram.
Donnarumma, sem er 22 ára gamall, ákvað á dögunum að hann ætlaði sér að yfirgefa Milan þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur til að mynda verið orðaður við Paris Saint-Germain.
,,Donnarumma á frjálsri sölu? Hann er besti markvörður í heimi, treystið mér, hann hefði getað orðið nýji Paolo Maldini hjá Milan,“ sagði Zlatan um markvörðinn. Zlatan leikur auðvitað með Milan. Maldini lék allan sinn feril með félaginu og er goðsögn.
Milan hefur þegar verslað inn arftaka Donnarumma. Þeir keyptu markvörðinn Mike Maignan frá Frakklandsmeisturum Lille.