fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Þetta er ástæðan fyrir því að Grealish hefur sokkana lágt niðri

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júní 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, hefur útskýrt af hverju hann hefur sokkana ávalt lágt niðri á meðan hann spilar.

Sokkar leikmannsins ná ekki upp fyrir kálfa í leikjum og hefur það vakið athugli síðustu ár. Hann segir það vera þar sem hann er hjátrúarfullur.

,,Auðvitað eiga sokkarnir að fara upp fyrir kálfana,“ sagði Grealish í viðtali. ,,Eitt árið þá minnkuðu sokkarnir mínir í þvottinum, þeir komust ekki hærra. Það ár spilaði ég mjög vel. Þetta er því hjátrú hjá mér. Ég ætla að halda þessu áfram því ég hef staðið mig vel,“ bætti hann við.

Fólk hefur stundum velt því fyrir sér hvort að Grealish sé yfirhöfuð með legghlífar. Það virðist vera lítið pláss fyrir þær. Hann setur þær þó vissulega á sig. Þær eru litlar, einhvers staðar á milli barna- og fullorðinsstærðar. ,,Það er líka hjátrú því ég hef gert þetta allt mitt líf,“ sagði Grealish um legghlífarnar.

Grealish hefur áður vakið athygli vegna hjátrúar. Árið 2019 fór hann upp úr ensku Championship-deildinni með Villa í handónýtum takkaskóm, þar sem hann hafði spilað vel í þeim áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila