Forráðamenn Manchester United eru afar jákvæðri á það að félagið geti loks klárað kaup á Jadon Sancho í sumar. Kaupin voru mikið til umræðu fyrir ári síðan.
Samkvæmt The Athletic sem telst mjög áreiðanlegur miðill hefur United formlega hafið viðræður við Borussia Dortmund um kaupverðið.
Sancho hefur sjálfur náð samkomulagi við Dortmund um að fá að fara í sumar, hann var svekktur síðasta sumar þegar Dortmund neitaði að selja hann.
United er talið vera tilbúið að greiða 80 milljónir punda fyrir Sancho sem er 21 árs enskur kantmaður. Hann ólst upp hjá Manchester City og vill snúa aftur til Englands.
The Athletic segir að viðræður á milli félaganna séu á jákvæðum nótum og búist sé við að þær muni loks bera árangur.