fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Solskjær sagður leggja áherslu á að kaupa þessa þrjá – Ekki á eftir sóknarmanni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. júní 2021 10:45

Mynd: Mirror

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Athletic og fleiri ensk blöð fjalla um innkaupastefnu Manchester United í sumar og þar virðast þrjú nöfn vera efst á blaði stjórans.

Í grein The Athletic kemur fram að United sé í viðræðum við Atletico Madrid um Kieran Trippier og við Borussia Dortmund vegna Jadon Sancho.

Getty Images

United er tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Sancho en Dortmund vill auka 20 milljónir punda í bónusa ef vel gengur hjá United og Sancho.

United gæti fengið Trippier fyrir um 10 milljónir punda en samkvæmt The Athletic vill hann komast heim til Englands. Í fréttinni segir að Trippier sé nú þegar byrjaður að skoða sér hús í úthverfum Manchester.

Einnig kemur fram að Solskjær hafi mikinn áhuga á Rapahael Varane varnarmanni Real Madrid. Hingað til hafa forráðamenn United talið að Varane myndi framlengja við Real Madrid en sú skoðun hefur breyst. Varane á ár eftir af samningi sínum við Real Madrid og hefur ekki viljað framlengja.

Kaupverðið sem Real Madrid gæti sett upp gæti þó fælt United frá, hann á bara ár eftir af samningi og vill United ekki borga of mikið.

Í fréttum kemur einnig fram að Solskjær horfi ekki í það að kaupa sóknarmann í sumar verandi með Edinson Cavani, Anthony Martial og fleiri til taks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu