Cedric Soares, leikmaður Arsenal og eiginkona hans, Filipa, eru mætt til Maldíveyja þar sem þau munu eyða hluta af sumarfríi sínu í svakalegum lúxus. Soares var ekki valinn í landsliðshóp Portúgala fyrir Evrópumótið sem hefst á næstunni og getur því leyft sér að slaka á á næstunni.
Bakvörðurinn, sem á 34 landsleiki fyrir Portúgal, er á eftir Joao Cancelo og Nelson Semedo í goggunarröðinni hjá landsliðinu. Hann getur þó huggað sig við það að það stefnir í ansi notalegt sumarfrí með eiginkonunni. Þau hafa nefnilega tekið á leigu hús á Maldíveyjum þar sem leigan er á rúmar 600 þúsund krónur á dag.
Þar hafa þau aðgang að einkaströnd, bar, sauna, tveimur sundlaugum, kvikmyndasal utandyra og fleiru.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessu fallega sumarhúsi.